Fasteignavefur

 • Glaðheimahverfið

  Hér er um að ræða vefsíðu sem við hjá ONNO ehf. unnum myndefni fyrir sem og þrívíða vefframsetningu. Þarna blöndum við saman drónamyndum, ljósmyndum og þrívíddarmódelum til að sýna hvernig fyrsti áfangi Glaðheimasvæðisins mun líta út.

  Verkið hefur verið unnið í góðu samstarfi við PIPAR/TBWA og Markaðsstofu Kópavogs.

  Hægt er að skoða hverfið gagnvirkt á vefnum, skoða það frá ýmsum sjónarhornum og fá upplýsingar um bæði húsin sjálf og frágang svæðisins.

  Vefinn má skoða hér: www.gladheimahverfid.is

 • Hverfisgata 61

  Hér er skemmtilegt verkefni fyrir Almenna Leigufélagið sem er að byggja nýbyggingu við Hverfisgötu 61 eftir hönnun Plús Arkitekta. Þarna átti að sýna hvernig húsið fellur að umhverfi sínu og sýna notkunarmöguleika á húsinu.


  Þannig að við fórum niður í bæ seint um kvöld og tókum ljósmyndir til að fella þrívíddarmódel inn á. Fólk var ekki alveg að skilja hvað við vorum að taka myndir af þessu húsi í byggingu á þessum tíma dags :)


  En kvöldstemmningin kom vel út og bæði við og verkkaupinn erum mjög sátt við útkomuna!