Með þrívíddargrafík er hægt að sýna hlutina áður en þeir eru búnir til.

Þetta getur verið allt frá smáhlutum upp í stærðar mannvirki - við höfum gert allt frá veiðihjólum upp í virkjanir!

Notkunarmöguleikarnir eru margir:

  • Sýna virkni hönnunar hverskonar án þess að smíða frumgerð
  • Skoða mismunandi útfærslur, efnisval, áferðir, o.s.frv.
  • Nota í söluefni
  • Nota í kynningarstarf t.d. grenndarkynningar, skipulagskynningar, fjárfestakynningar, o.s.frv.

 Við komum inn í verkin á ýmsum stigum.  Allt frá því að taka við kroti á servíettur upp í það að taka við 3D módelum frá öðrum (t.d. úr Revit eða Sketchup) og vinna með þau áfram.  Getum tekið á móti gögnum úr flestöllum teikniforritum.