Drónar eru alveg frábær tæki.  Með þeim má ná myndum frá hinum ýmsu sjónarhornum sem áður hefði verið ómögulegt eða mjög dýrt.

Í gegnum tíðina höfum við þurft að fara upp efstu hæðir húsa eða upp á þök, upp í krana/körfubíla eða jafnvel þyrlur/flugvélar til að ná þeim myndum sem þarf í verkefnin.

Sem betur fer tilheyrir þetta að mestu fortíðinni.

Við höfum mest verið að taka drónamyndir tengdar fasteigna- og skipulagsverkefnum.  Þá eru þetta ýmist myndir teknar áður en framkvæmdir hefjast, á meðan á framkvæmdum stendur eða eftir framkvæmdum lýkur.