Þá er sala hafin í 201 Smára. Undanfarið hefur verið mikið að gera hjá okkur hjá ONNO ehf. við að vinna hugmyndavinnu og útbúa söluefni fyrir þetta verkefni í samvinnu við Klasa og Pipar\TBWA.
201 Smári er gríðarlega stórt verkefni - þarna verða alls byggðar um 675 íbúðir á næstu árum.
Við sáum um ljósmyndun og drónamyndun fyrir 3D innfellingar ásamt því að vinna þrívíddarmyndir og litaðar grunnmyndir.
Eins og veðrið hefur verið í sumar var ekki hlaupið að því að ná góðum myndum ;)
Fyrsta húsið sem komið er nú í sölu er Sunnusmári 24-28 en það eru ARKÍS arkitektar sem hanna það hús.
Söluaðili er Lind fasteignasala og skoða má söluvefinn á www.201.is