Drónamyndir

 • Þá er sala hafin í 201 Smára. Undanfarið hefur verið mikið að gera hjá okkur hjá ONNO ehf. við að vinna hugmyndavinnu og útbúa söluefni fyrir þetta verkefni í samvinnu við Klasa og Pipar\TBWA.

  201 Smári er gríðarlega stórt verkefni - þarna verða alls byggðar um 675 íbúðir á næstu árum.

  Við sáum um ljósmyndun og drónamyndun fyrir 3D innfellingar ásamt því að vinna þrívíddarmyndir og litaðar grunnmyndir.

  Eins og veðrið hefur verið í sumar var ekki hlaupið að því að ná góðum myndum ;)

  Fyrsta húsið sem komið er nú í sölu er Sunnusmári 24-28 en það eru ARKÍS arkitektar sem hanna það hús.

  Söluaðili er Lind fasteignasala og skoða má söluvefinn á www.201.is

 • Nú er kominn í loftið söluvefur sem við unnum fyrir Upphaf fasteignafélag. Hér er um að ræða íbúðir við Vefarastræti 32-38 í suðurhlíðum Helgafells í Mosfellsbæ.

  Þrívíddargrafík, litaðar grunnmyndir, myndataka, drónamyndataka og vefvinnsla var í höndum okkar hjá ONNO ehf. Hönnuðir hússins eru DAP arkitektar - söluaðili er RE/MAX Senter.

  Söluvefinn má skoða hér: www.vefarastraeti.is/