Grunnmyndir

 • 105 Miðborg - Kirkjusandur

  Gríðarlega skemmtilegt verkefni sem við unnum nýverið.

  Á Kirkjusandsreitnum verður blönduð byggð - íbúðarhúsnæði, skrifstofuhúsnæði og hótel.

  Við unnum söluvef sem kynnir verkið, tókum ljósmyndir og drónamyndir ásamt því að vinna þrívíddarmyndir, litaðar grunnmyndir og 360VR af íbúðum.

  Skoðið vefinn hér:  www.105midborg.is

   

   

 • 201 Smári

  Þá er sala hafin í 201 Smára. Undanfarið hefur verið mikið að gera hjá okkur hjá ONNO ehf. við að vinna hugmyndavinnu og útbúa söluefni fyrir þetta verkefni í samvinnu við Klasa og Pipar\TBWA.

  201 Smári er gríðarlega stórt verkefni - þarna verða alls byggðar um 675 íbúðir á næstu árum.

  Við sáum um ljósmyndun og drónamyndun fyrir 3D innfellingar ásamt því að vinna þrívíddarmyndir og litaðar grunnmyndir.

  Eins og veðrið hefur verið í sumar var ekki hlaupið að því að ná góðum myndum ;)

  Fyrsta húsið sem komið er nú í sölu er Sunnusmári 24-28 en það eru ARKÍS arkitektar sem hanna það hús.

  Söluaðili er Lind fasteignasala og skoða má söluvefinn á www.201.is

 • Glaðheimahverfið

  Hér er um að ræða vefsíðu sem við hjá ONNO ehf. unnum myndefni fyrir sem og þrívíða vefframsetningu. Þarna blöndum við saman drónamyndum, ljósmyndum og þrívíddarmódelum til að sýna hvernig fyrsti áfangi Glaðheimasvæðisins mun líta út.

  Verkið hefur verið unnið í góðu samstarfi við PIPAR/TBWA og Markaðsstofu Kópavogs.

  Hægt er að skoða hverfið gagnvirkt á vefnum, skoða það frá ýmsum sjónarhornum og fá upplýsingar um bæði húsin sjálf og frágang svæðisins.

  Vefinn má skoða hér: www.gladheimahverfid.is

 • Grandinn

  Á hluta af Héðinsreitnum er Spilda að byggja blöndu af íbúðar og verslunarhúsnæði.

  Við vorum fengin til að vinna söluefnið A-Ö fyrir þeirra verk, sáum um:

  - 3D myndir að utan
  - 3D myndir af íbúðum
  - Litaðar grunnmyndir
  - Drónamyndun og ljósmyndun
  - Vefhönnun og vefforritun
  - Videotökur og videovinnslu

  Mikil lukka með vefinn og sala hefur farið vel af stað:  www.grandinn.is

   

 • Grensásvegur 1

  Við Grensásveg 1 eru að rísa glæsilega hús sem við vorum fengin til að búa til söluefni fyrir.

  Þarna er um að ræða íbúðir og atvinnu/skrifstofuhúsnæði með stórum bílakjallara.

  Við unnum eftirfarandi:

  - 3D myndir að utan
  - 3D myndir af íbúðum
  - Litaðar grunnmyndir
  - Drónamyndun og ljósmyndun
  - Vefhönnun og vefforritun

  Vefurinn hefur virkað mjög vel og má skoða hann hér:  www.g1.is

  Við kíktum í heimsókn á Grensásveginn og ræddum við Stefán Magnússon framkvæmdastjóra Fasteignafélagsins G1 um hvernig söluvefurinn hefur nýst við markaðssetningu húsanna.

   

   

 • Hverfisgata 61

  Hér er skemmtilegt verkefni fyrir Almenna Leigufélagið sem er að byggja nýbyggingu við Hverfisgötu 61 eftir hönnun Plús Arkitekta. Þarna átti að sýna hvernig húsið fellur að umhverfi sínu og sýna notkunarmöguleika á húsinu.


  Þannig að við fórum niður í bæ seint um kvöld og tókum ljósmyndir til að fella þrívíddarmódel inn á. Fólk var ekki alveg að skilja hvað við vorum að taka myndir af þessu húsi í byggingu á þessum tíma dags :)


  En kvöldstemmningin kom vel út og bæði við og verkkaupinn erum mjög sátt við útkomuna!

 • Vefarastræti 32-38

  Nú er kominn í loftið söluvefur sem við unnum fyrir Upphaf fasteignafélag. Hér er um að ræða íbúðir við Vefarastræti 32-38 í suðurhlíðum Helgafells í Mosfellsbæ.

  Þrívíddargrafík, litaðar grunnmyndir, myndataka, drónamyndataka og vefvinnsla var í höndum okkar hjá ONNO ehf. Hönnuðir hússins eru DAP arkitektar - söluaðili er RE/MAX Senter.

   

 • Vesturvin

  Stórt og krefjandi verkefni sem við unnum nýverið.

  Hér er um að ræða þéttingarverkefni á svokölluðum Héðinsreit við Ánanaust.

  Þar munu rísa íbúðir að mestu en nokkur þjónusturými verða á jarðhæð.

  Við unnum eftirfarandi:

  - 3D myndir að utan
  - 360° 3D myndir af íbúðum
  - Litaðar grunnmyndir
  - Drónamyndun og ljósmyndun
  - Videotökur og vinnslu
  - Vefforritun

  Vefurinn hefur fengið frábærar viðtökur og hægt að skoða hann hér:  www.vesturvin.is